Listar...því stundum þarf kona að fá að skrifa lista...

Lönd sem ég hef heimsótt:

Listinn sýnir það einna helst að ég er alltaf að róa á sömu mið. Sem er frábært upp á Cheers stemmingu að gera...svona where everybody knows your name og allt það...en ég held að ég geti gert betur!

Evrópa:

Ísland...ekki gleyma heimahögum

Spánn..."hitt landið" mitt

Andorra

Portúgal og Madeira

Frakkland

Holland

Belgía

Lúxemburg

Írland

England

Skotland

Danmörk

Svíþjóð

Finnland

Þýskaland

Austurríki

Sviss

Króatía

Ítalía

Norður og Mið-Ameríka:

Ameríka

Kanada

Kúba

Jamaíka

Dóminiska lýðveldið

Mexíkó

Aruba (tilheyrir Hollandi)

Curacao (tilheyrir Hollandi)

Tortola (tilheyrir Bresku-Jómfrúreyjum)

St. Thomas (tilheyrir USVI)

Great Stirrup Cay (hluti af Berry Islands)

Suður Ameríka:

Draumaálfan mín að heimsækja...

Afríka:

Marokkó

Þarf sannarlega að gera betur hér!

Asía:

Kína

Hong Kong (tilheyrir reyndar núna Kína)

Víetnam

Kambódía

Eyjaálfa:

Hefur ekki kallað hátt hingað til...kannski tekur það bara svo langan tíma fyrir hljóðið að berast að það mun koma með aldrinum...

Lönd sem mig langar til að heimsækja:

Þetta er nú eins og að velta því fyrir sér hvort skóparið eigi að fylgja manni heim úr búðinni...

Hljómar kannski ofurvæmið - en öll lönd eru á lista yfir spennandi kosti til að heimsækja. 

Suður Ameríka hefur lengi verið ofarlega á lista, þá aðallega Perú, Argentína, Chile og Braselía. Og auðvitað saltbreiðurnar í Bolivíu.

Asía er að banka fastar á dyrnar síðustu ár...Nepal, Tíbet, Petra í Jórdaníu, Laos, aftur til Víetnam... (get haldið áfram).

 

Í Mið-Ameríku get ég nefnt Costa Rica og Nicaragua...og allar eyjurnar. 

Í Evrópu er austurhlutinn allur eftir. Spánn tosar alltaf í mig og þar er líka alltaf gaman og gott að vera. Svo má ekki gleyma okkar nánasta nágranna sem er nú eiginlega skylda að heimsækja...Grænland.

Ég get haldið endalaust áfram en þegar ég hugsa um öll löndin sem ég á eftir að heimsækja fyllist ég "allt of lítill tími..." kvíða. Þannig að stoppum hér!