Um síðuna 

Þessa síðu hyggst ég nýta til að safna saman minningarbrotum úr ferðalögum. Hún er aðallega hugsuð sem opin dagbók fyrir mig og geymslustaður fyrir ferðaminningar. Einnig fyrir fólkið mitt sem hefur áhuga á því að fylgjast með flandrinu á mér.

Sért þú hvorki ég sjálf né fólkið mitt er þér þó velkomið að lesa það sem hér er ritað :) 

Síðan er ekki skrifuð til að þjóna hlutverki ferðahandbóka né má nýta neitt af henni til endurbiritingar.

Ég er farfugl í kvenmannslíki sem lifir fyrir ferðalög og ævintýri sem þeim fylgja. Þar fyrir utan er ég alls konar. Ég er menntaður kennari en ásamt kennslu hef ég unnið sem fararstjóri, skrifstofuskvísa, námsefnishöfundur, skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og ýmislegt annað.

Mig dreymir um...

...staði sem mig langar til að heimsækja.

...hátíðir og athafnir sem mig langar til að vera viðstödd á.

...fólk sem mig langar til að kynnast.

...mat sem mig langar til að smakka.