Fyrsta skrefið er líkast til það mikilvægasta þegar kemur að ferðalögum. Sé það ekki tekið - verður engin ferð farin!
Sama má segja um þessa bloggsíðu. Sé fyrsta bloggfærslan ekki skrifuð verður nú lítið gagn af síðunni.
Þannig...þessi stutta færsla er rétt til að byrja. Til að taka fyrsta skrefið.
Í framhaldi mun ég, án nokkurrar pressu, skrifa um einhverjar af þeim ferðum sem ég hef nú þegar farið í, á sama tíma og ég undirbý ferðir framtíðarinnar.
Heyrumst.